Episodes
Tuesday Oct 05, 2021
Frú Barnaby: S4E2 - Vængjasláttur í kálgarðinum
Tuesday Oct 05, 2021
Tuesday Oct 05, 2021
Það er haust, Móa og Lóa eru staddar í matjurtagarði á vegum reykjavíkurborgar - það heyrist þrusk, kjökur og illkvitnislegur hlátur í fjarska. Þetta er einfalt mál að leysa - sökudólgar eru fleiri en einn. Með Barnaby gleraugunum fáið þið innlit í veruleika grænmetisbænda, kvenna í atvinnulífinu, kaupendur lífrænna afurða og ævintýralega exótískt dýralíf á Langanesi. Síðast en ekki síst ræður frúin í drauma í gegnum kosmískan naflastreng til móðurlífsins.
Tuesday Sep 28, 2021
Frú Barnaby: S4E1 - Uppi og niðri
Tuesday Sep 28, 2021
Tuesday Sep 28, 2021
Loksins eru þær Lóa og Móa mættar til leiks fyrir enn eina seríu af Frú Barnaby - vinsælasta hlaðvarp á Íslandi og þó víðar væri leitað. Þær stöllur veigra ekki fyrir sér að hlaupa upp og niður í húsakynnum hinnar virðulegu fjölskyldu Grantham og skoða þar alla króka og kima. Eitthvað ber skuggaleg fortíð Lóu á góma og Móa játar á sig háskalegan fíknisjúkdóm sem tók yfir líf hennar um tíma. Það er aldeilis upp á þeim typpið!
Thursday Aug 19, 2021
Frú Barnaby: Sumarsmellur
Thursday Aug 19, 2021
Thursday Aug 19, 2021
Stjörnurnar röðuðust óvænt upp í fullkomna röð og hið ótrúlega gerðist - Frú Lóa birtist í gættinni; Tene norðursins, illgresi suðursins - vöxtur, rækt og órækt, aldargömul brúðarterta. Vinkonurnar færa ykkur hér á silfurfati sérstakan sumarsmell um leið og þær hita upp fyrir fjórðu þáttaröð. Og nei þær Lóa og Móa hafa sko engu gleymt hvort sem það er í kokteiladrykkju eða slúðri!
Tuesday May 18, 2021
Frú Barnaby: S3E15 - La prima vera
Tuesday May 18, 2021
Tuesday May 18, 2021
Það er komið að endalokum seríu þrjú, þær Lóa og Móa renna hýru auga til sumarsins og velta því upp hvort þessi endalok séu í raun upphaf. Græðlingar, kímblöð, eitruð karlmennska, kynlífsróbót og sjúkdómar í eikartrjám koma við sögu á meðan þær sötra pina colada undir sólhlíf á ímyndaðri strönd. Þær stöllur fara í tímaflakk og skoða sjálfa sig eftir 10 ár í hlaðvarpsbransanum, breiskleiki, Gísli Marteinn og húmorsleysi hefur þá orðið á vegi þeirra og eitthvað orðið þunnt í vináttunni. En engar áhyggjur næsta sería kemur með uppskerunni.
Tuesday May 04, 2021
Frú Barnaby: S3E14 - Grafið í stein
Tuesday May 04, 2021
Tuesday May 04, 2021
Góðvinur Frú Barnaby er mættur í stúdíóið, það eru íshnettir í glösum og vorsólin skín inn um þakgluggann. Myndlistamaðurinn Matthías Rúnar Sigurðsson heiðrar okkur í þetta skiptið með nærveru sinni og hefur heldur betur náð Coco á sitt band Lóu til mikillrar gleði. Það er farið vítt og breitt um Midsomer og bera Ostamorðin á góma. Við leggjum af stað í ferðalag um hugarheim listamannsins; skordýr, steinar, barnæskan á Bretlandseyjum, amerísk sódóma, heimspeki heimsins og hið eilífa jarðaber eru viðkomustaðir á leiðinni.
Friday Apr 30, 2021
Frú Barnaby: S3E13 - Ávaxtakarfan
Friday Apr 30, 2021
Friday Apr 30, 2021
Móa og Lóa leggjast í rannsóknar, þær þenja út vængi ímyndunaraflsins og verða þær sjálfar fórnarlömb sálgreiningaferlis síns. Veruleikinn tekur á sig aðra mynd, ávextir, nammi, desertar og litir regnbogans fljúga um stúdíó Barnaby. Coco kemur og er gáfulegust að vanda en jafnvel hún verður þreytt á þessum æfingum þeirra sálarsystra og gefst upp á þessu eilífðarmasi. Díönuhornið og sundhornið eru að sjálfsögðu á sínum stað. Ávaxtakveðjur frá Monte og sæsvínunum síkátu!
Tuesday Apr 20, 2021
Frú Barnaby: S3E12 - Garður dauðans
Tuesday Apr 20, 2021
Tuesday Apr 20, 2021
Þær Lóa og Móa setja ekki upp garðhanskana enda óhræddar við að óhreinka hendar sínar. Henda niður fræum, færa til lauka og eru aldeilis komnar í gúmmístígvélin því sumarið er handan við hornið. Monty don, Barnaby þríhyrningurinn - hættuleg viðreynsla og sofandi hundar koma fyrir í þessum frjósama þætti. Þær komast líka að því að þó garðurinn sé sprúðlandi af lífi getur hann einnig reynst dauðans alvara.
Móa og Lóa kveðja síðan Hertogann með viðhöfn í lok þáttarins.
Wednesday Apr 07, 2021
Frú Barnaby: S3E11 - Í djúpu lauginni
Wednesday Apr 07, 2021
Wednesday Apr 07, 2021
Frú Barnaby alvarlega lífstílshlaðvarpið fer í saumana á þjóðarsálinni, greinir frá nýjum rannsóknum á tilurð eldgosa. Einnig eru nýjir málshættir kynntir til leiks sem æstir hlustendur þáttarins hafa sent inn. Móa og Lóa "pitcha" nýjan þátt og ræða framtíðaráform frúarinnar - en hún er bara rétt að byrja að dýfa tásum í djúpu laugina.
Friday Apr 02, 2021
Frú Barnaby: S3E10 - Hundahvíslarinn
Friday Apr 02, 2021
Friday Apr 02, 2021
Úr hrjóstrugu nýju hrauni spretta fram handritshæfileikar Lóu og Móu. Þær koma úr biðraðakenndum nútímanum og ferðast til Midsomer í huganum. Nýr Barnaby þáttur er skrifaður "læf" og í honum er allt sem þið gætuð óskað ykkur, hlustendur góðir. Lík í skóginum, hundaáhugamannklúbbur, Díana, Hercúles, Gregory, Patti og að sjálfsögðu ástríðufullur óvæntur endir. Frú Barnaby heldur vígreif á vit páskafrís og býður ykkur að semja nýja málshætti!
Tuesday Mar 23, 2021
Frú Barnaby: S3E9 - Á besta aldri
Tuesday Mar 23, 2021
Tuesday Mar 23, 2021
Eftir langt hlé eru þær stöllur, Lóa og Móa mættar í stúdíó Barnaby í hátíðarskapi. Það er sko skálað í eldgosi fyrir eins árs afmæli Frú Barnaby sem er akkurat á milli afmæla hlaðvarpskvennanna tvenna. Eldgos, grillaðar pulsur, bandarískt slúður og heimsfrægðin sem ber að dyrum. Hér er sko öllu tjaldað til og engu til sparað.