Episodes
![Frú Barnaby: S3E8 - Glamrar í gervitönnum](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Mar 10, 2021
Frú Barnaby: S3E8 - Glamrar í gervitönnum
Wednesday Mar 10, 2021
Wednesday Mar 10, 2021
Lóa og Móa eru búnar að endurheimta stúdíóið og sópa nærbuxnafjallinu niður stigann. Þær eru að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og ræða nýjustu skjálftanna í fjölmiðlum vestanhafs. Þær greina frá viðtalinu mikla við Meghan og Harry hjá Drottningunni sjálfri Opruh. En þær kafa jafnvel dýpra í sál kollega sinna í hlaðvarpsgerð og veita nýja sýn á breytta lifnaðarhætti konungsfjölskyldunnar. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að Prinsessan á bauninni fær uppreisn æru!
![Frú Barnaby: S3E7 - Býflugnadrottningin](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Tuesday Mar 02, 2021
Frú Barnaby: S3E7 - Býflugnadrottningin
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
Lóa og Móa er mættar í Stúdíó Auður Lóa þar sem galdrarnir verða til. Þær eru heiðraðar með höfðinglegri heimsókn sjálfs Chieftainsins þeirra. Áslaug Heiður Chieftain fer yfir Barnabyfræðin með hjálp þjóðfræðinnar og í þokkafullri jógastellingu. Þær stöllur iðka samræðuna sem heimspekingar til forna og ræða allt frá listinni, hampfræjunum til kalda stríðsins, magic og Múlakaffis.
![Frú Barnaby: S3E6 - Verk í vinnslu](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Tuesday Feb 23, 2021
Frú Barnaby: S3E6 - Verk í vinnslu
Tuesday Feb 23, 2021
Tuesday Feb 23, 2021
Eftir mikinn þrýsting frá aðdáendum taka Móa og Lóa loksins það sem er efst á baugi í þeirra lífi og flestra Íslendinga: Framkvæmdir. Allt frá innréttingum, flísum, málningarprufum og sölumönnum niður í existantialískar pælingar um fúgu eða nöfn á mismunandi hvítum litum. Frú Barnaby hefur verið legið á sínum fjölmörgu skoðunum og séuð þið í þessum hugleiðingum er þessi þáttur mjög þarft innlegg í umræðuna.
![Frú Barnaby: S3E5 - Fenjadísin og glæpakvendið](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Feb 17, 2021
Frú Barnaby: S3E5 - Fenjadísin og glæpakvendið
Wednesday Feb 17, 2021
Wednesday Feb 17, 2021
Móa og Lóa eða fenjadísin og glæpakvendið leggja drög að þrem eldheitum ástarsögum sem gerast í nærumhverfi þeirra. Þær ræða formið, brjótið formið og sparsla í götin. Arístóteles, rauða serían, Royal Bananasplitt og primus motor alls þess sem til er: Ástin. Við veigrum okkur ekki við að ræða viðkvæm málefni og Coco sér til þess að við höldum kúrs.
![Frú Barnaby: S3E4 - Ryk og kampavín](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Tuesday Feb 09, 2021
Frú Barnaby: S3E4 - Ryk og kampavín
Tuesday Feb 09, 2021
Tuesday Feb 09, 2021
Lóa og Móa bjóða til sín umtöluðustu konu úr atvinnulífinu á síðasta ári. Jóna Hlíf kemur í pelsinum færandi hendi með súkkulaðijarðaber og saman dreypa þær á kampavíni. Vald í öllum sínum birtingarmyndum er rætt; valdalosti, samkennd, karma-police og siðblinda. Spilling ber einnig á góma enda er "ein kærasta" á meðal vor. Og rúsínan í pulsuendanum, Jóna opnar sig um eldheitt myndlistardrama!
![Frú Barnaby: S3E3 - Annar í Eggerti](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Tuesday Feb 02, 2021
Frú Barnaby: S3E3 - Annar í Eggerti
Tuesday Feb 02, 2021
Tuesday Feb 02, 2021
Hver segir að jólin séu búin, hver segir að lífið sé dans á rósum. Alla vega ekki við í Frú Barnaby. Í stúdíóið er mættur góður gestur, Eggert sjálfur, hann heldur þar sem frá var horfið og drepur á rússneskri melankólíu, evrópskri aristokratíu og skandínavískum sársauka. Stríð og friður, ást og harmur, húmor og tinder Gold. Svona er lífið seyrt og kalt gjöriðisvovel!
![Frú Barnaby: S3E2 - Hefðarkettirnir](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Tuesday Jan 26, 2021
Frú Barnaby: S3E2 - Hefðarkettirnir
Tuesday Jan 26, 2021
Tuesday Jan 26, 2021
Lóa og Móa eru staddar á suðrænni strönd, með volga daiquiri við hendina. Þær ræða ansjósur, Bridgerton og pólitíkina á bak við búningadrama, giftingar og leggja drög að uppeldisbók Frú Barnaby. Í lokin taka þær saman handklæðin, dusta af sér sandinn, reima á sig sandalana og tölta rólegar út í sólsetrið.
![Frú Barnaby: S3E1 - Öld vatnsberans](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Jan 13, 2021
Frú Barnaby: S3E1 - Öld vatnsberans
Wednesday Jan 13, 2021
Wednesday Jan 13, 2021
Móa og Lóa eru mættar ferskar til leiks eftir konunglegt jólafrí. Þær henda jólunum í ruslið og fara yfir áramótaheitin. Frú Barnaby afhjúpar spádómsgáfur sínar og gerist völva hlustenda. Allt sem þú villt vita um það sem koma skal árið 2021. Einnig er kynntur til leiks glænýr dagskrárliður í þættinum. Í lokin missa þáttastjórnendur aðeins tökin, bleika kampavín sveif á og öld vatnsberans gekk í garð.
![Frú Barnaby: S2E11 - Þriðji vitringurinn](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Tuesday Dec 15, 2020
Frú Barnaby: S2E11 - Þriðji vitringurinn
Tuesday Dec 15, 2020
Tuesday Dec 15, 2020
Lóa og Móa eru mættar í Stúdíóið og sötra jólabjór. Gestrisnir vesturbæingar og mjög miklir Barnabyaðdáendur buðu Móu og fjölskyldu að upplifa jól í vesturbænum og að horfa á Jólabarnabyþáttinn, Ghosts of Christmas past. Lóa og Móa tala þennan þátt og jólin í vesturbænum. Þær stöllur kryfja jólahefðir í Midsomer sem og hjá þeim sjálfum. Þær tala um jólakortin frá öllum mögulegum sjónarhornum. Díönuhornið er tekið með stæl og við uppljóstrum hvað þú færð í jólagjöf og í lok þáttarins eru svo síðustu jólakveðjur ársins sendar út.
![Frú Barnaby: S2E10 - Eggert í aðventu](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Dec 09, 2020
Frú Barnaby: S2E10 - Eggert í aðventu
Wednesday Dec 09, 2020
Wednesday Dec 09, 2020
Lóa og Móa fá til sín mjög góðan gest, sameiginlegan vin okkar. Dalamaðurinn og heimsborgarinn, rússneskumaðurinn segir okkur frá langri ævi sinni, uppáhalds smákökunni, frystikistunum í sveitinni og uppákomu á sæðingarnámskeiði. Hann talar um dvöl sína hinum meginn á hnettinum ungur að árum, hefðarkonu í Varsjá. Nú svo er það leitin að tilganginum í Moskvu og Katrínarborg. Síungi öldungurinn Eggert lætur allt flakka og meira til. Þær Lóa og Móa senda svo síðan út hinar yndislegu jólakveðjur í lok þáttarins.