Episodes
![Frú Barnaby: S2E9 - Tregafulli listasögukennarinn](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Dec 02, 2020
Frú Barnaby: S2E9 - Tregafulli listasögukennarinn
Wednesday Dec 02, 2020
Wednesday Dec 02, 2020
Í þessum fyrsta aðventuþætti blaðra þær Lóa og Móa um skammdegið, hefðir og smákökur. Þær dreypa á viskýi, tala um aldursfordóma, hvernig afi fékk alltaf möndluna og hvar má finna bestu jólagjafirnar. Það eru ekki alltaf dýrustu jólagjafirnar sem eru dýrmætastar því fjársjóðina er best að finna t.d. í Rauða kross búðunum eða í faðmi vina.
![Frú Barnaby: S2E8 - Tannhvöss tengdamamma](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Nov 25, 2020
Frú Barnaby: S2E8 - Tannhvöss tengdamamma
Wednesday Nov 25, 2020
Wednesday Nov 25, 2020
Heitt toddí, kanilstöng og kertaljós. Lóa og Móa eru mættar í Stúdíó Barnaby og þær kryfja hér eitt svæsnasta hneyskli ársins, Megxit. Margir hafa beðið eftir þessari greiningu okkar með óþreyju og jafnvel sent okkur skilaboð þess efnis. Við hlýðum aðdáendum og förum djúpt í saumana á aðdraganda, tilurð og afleiðingum sambandsslitanna. Nú svo er fyrsta jólakveðjan lesin og væntum þess að þær verði enn fleiri í væntanlegum aðventuþáttum.
![Frú Barnaby: S2E7 - Konfektkassi lífsins](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Tuesday Nov 17, 2020
Frú Barnaby: S2E7 - Konfektkassi lífsins
Tuesday Nov 17, 2020
Tuesday Nov 17, 2020
Móa og Lóa orna sér við arineld í Stúdíó Barnaby með tebolla sér við hönd og velta fyrir pólitískum afleiðingum þess að hafa það of huggulegt. Að venju fer lítið sem ekkert framhjá þeim stöllum úr fréttum líðandi stundar og kafa þær m.a. djúpt í súkkulaðihneykslið mikla. Hinar fjölmörgu birtingarmyndir Díönu eru ræddar í Díönuhorninu en farið er í tákngervi og symbólisma í tengslum við nýfrumsýnda þáttaröð sem er á allra gómum þessa daganna.
![Frú Barnaby: S2E6 - Vingjarnlegi sporðdrekinn](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Nov 11, 2020
Frú Barnaby: S2E6 - Vingjarnlegi sporðdrekinn
Wednesday Nov 11, 2020
Wednesday Nov 11, 2020
Detti okkur allar dauðar lýs úr höfði því í stúdíóið er kominn góður gestur. Þetta er líka frumflutningur á nýju upphafsstefi og er gesturinn dularfulli einmitt einleikarinn bakvið flutninginn. Við köfun djúpt í innra líf sporðdrekans, ræðum æskuár á framandi slóðum, sjónvarpsgláp og framtíðarhorfur. En umfram allt biðjum við þennan yngsta hlustanda Frú Barnaby um ráð hvernig hægt sé að höfða til unga fólksins.
![Frú Barnaby: S2E5 - Konunglega tæknikonan](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Tuesday Nov 03, 2020
Frú Barnaby: S2E5 - Konunglega tæknikonan
Tuesday Nov 03, 2020
Tuesday Nov 03, 2020
Lóa og Móa sitja í fílabeinsturni sínum, dreypa á konunglegum veigum ættuðum úr Hosiló. Það er farið yfir hinar ýmsu tæknihindranir sem að tæknikona frú Barnaby þarf að vinna bug á. En konunglegt efni þáttarins er upphitun fyrir 4. seríu af sjónvarpsþáttaröðinni, The Crown. Móa veltir fyrir sér samsæriskenningum um Betu Drottningu en Lóa og Coco upptökustjóri ræðast við um gæludýr í Buckingham. Stjórnmál, veislur og sætir strákar verða í brennidepli í þessum fimmta þætti seríunnar.
![Frú Barnaby: S2E4 - Halló Hrekkjavaka!](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Oct 28, 2020
Frú Barnaby: S2E4 - Halló Hrekkjavaka!
Wednesday Oct 28, 2020
Wednesday Oct 28, 2020
Hryllilegasta hlaðvarp sem sögur fara af, hrekkjavökuþáttur Frú Barnaby. Móa og Lóa hittast í fölu mánaskini ræða hrekkjavökuhefðirnar, uppruna þeirra, heiðni, "guising" sem Ameríkanar öpuðu eftir og breyttu í Trick or Treat. Nú svo venda þáttastjórnendur sér til Midsomer nánar tiltekið í draugahús, úúúúuúú! Afturgöngur, átök milli góðs og ílls, píanóstrengir, fasteignasalar, verktakar, húsafriðunarnefnd og já, bræður berjast.
Hræðilega Hrekkjavöku!
![Frú Barnaby: S2E3 - COVID SPECIAL](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Friday Oct 23, 2020
Frú Barnaby: S2E3 - COVID SPECIAL
Friday Oct 23, 2020
Friday Oct 23, 2020
Lóa og Móa hafa gengið í gegnum hæðir og lægðir vegna Covid en geta nú loks skálað í Corona og storkað örlögunum. Þær reyna að leiða hugann að öðru, þær mæla með ýmis konar afþreyingu fyrir fólk sem leiðist, er í sóttkví eða liggur veikt heima. Nú svo er hið sívinsæla Diönuhorn endurvakið með pomp og prakt.
![Frú Barnaby: S2E2 - Nótt hjartarins](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Oct 07, 2020
Frú Barnaby: S2E2 - Nótt hjartarins
Wednesday Oct 07, 2020
Wednesday Oct 07, 2020
Í þessum þætti takast Lóa og Móa við nýja hluti, þær fá viðmælanda til sín í stúdíó Barnaby. Rætt er við hinn frábæra Gunnar Óla Þjóðfræðing og safnvörð um Vesturbæinn, Breiðholtið, Þjóðfræði og líf í skugga verðlaunakattar. Með gestinum setjum við á okkur þjóðfræðigleraugun og skoðum Barnabyþátt, gamlar enskar hefðir og trúarbrögð. Rúsínan í pylsuendanum er svo óvænt spennusaga um tvær slöngur úr vesturbænum.
![Frú Barnaby: S2E1 - Það var nú mikið!](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Wednesday Sep 30, 2020
Frú Barnaby: S2E1 - Það var nú mikið!
Wednesday Sep 30, 2020
Wednesday Sep 30, 2020
Loksins, loksins, önnur þáttaröð hins sívinsæla hlaðvarps er komin af stað! Lóa og Móa sólbrúnar og sælar eftir langt sumarfrí mæta í stúdíó Barnaby og ræða, persónuleikaprófið sívinsæla, hundinn Sykes, morðingja og fórnarlömb. Nú svo er auðvitað drepið á ferðalögum sumarsins, stúdíótiltektum og franskri matargerð. Síðast en ekki síst þá ræðum við hvað þið hlustendur góðir eigið í vændum í annarri seríu Frú Barnaby!
![Frú Barnaby: 10. þáttur - Staldrað við](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/7810640/1400staekkud_300x300.jpg)
Tuesday Jun 02, 2020
Frú Barnaby: 10. þáttur - Staldrað við
Tuesday Jun 02, 2020
Tuesday Jun 02, 2020
Síðasti þáttur fyrstu seríu Frú Barnaby er tekinn upp í pottinum, við förum yfir farinn veg, drögum í land með Vesturbæjarskömmun og komumst að því að Frú Barnaby er stereótýpa 105. Auðvitað ræðum við vinnusjúklinginn Barnaby, flórgoða, golf, pappamassa, rokkstjörnur, garðyrkjumenn, hitastig nú og auðvitað, Sumarfrí! En svo ræðum við svo hvað koma skal á haustdögum.